Aftur komin vetur

Nú bara snjóar í minni sveit, kalt og lítið spennandi. Búin að melta páskaeggið mitt Happy  og bara aðeins smakkað á páskaeggi eiginmannsins, varð nú aðeins að hjálpa honum Whistling ! Páskagestirnir farnir til síns heima og framundan er bara lærdómur Woundering  og aftur lærdómur með smá (70%) vinnu sem að vísu er alltaf að slíta í sundur fyrir manni daginn. En allt tekur þetta enda, (ég er greinilega í smá bjartsýniskasti W00t  ) og mikið verður gaman eftir 9 mai. Grin  þá tekur við smá sumarfrí og síðan vinna á sjúkrahúsini á Egilstöðum í sumar. Best að hætta þessu rausi og koma sér í rúmið....... vakt í fyrramálið og næturvakt annað kvöld Gasp  . kv, Kolbrún Pé.

Stuttir sólarhringar

Alltaf kemur það á óvart hvað tíminn getur verið fljótur að fljúga frá manni Pinch  . Þegar ég kom heim eftir skólaferðina sem var alveg frábær, þá fór ég á námskeiðið "helstu flokkar geðraskana" sem var þrjú kvöld ásamt morgunvöktum, og núna er fjögurra daga vinnulota framundan um helgina og síðan er verkefnið um alzheimer. Ótrúlegt W00t  hvað það er lítið mál að koma sér í tímaþröng GetLost . Kannski betra að hætta þessum barlóm og gera eitthvað fram að kvöldvaktinni, kv, Kolbrún Pé.

Þá er komið að því.

Jæja þið sem eruð búnar að fara suður í skóla Happy  . Hvernig er það, er eitthvað sem þarf að hafa með sér, námsgögn eða einhverja pappíra spyr sú sem ekki veit Woundering . Ég vona bara að það verði betra veður þegar við gömlu hjónin förum suður, heldur en veðrið eins og það sem var í dag, snjóhríð og meiri snjóhríð, moka tröppur og moka tröppur, ja svei Angry ! kveðja, Kolbrún Pétursdóttir

Andans leti.

Halló allar saman Smile , vonandi eruð þið aðeins viljugri í náminu heldur en ég Whistling  . Ég er svo andlaus að mér líst ekkert á þær áleitnu hugsanir hjá mér, að það sé komin tími til að taka vel til í húsinu Pinch , svo ekki sé nú minnst á þrána eftir því að fara inn í saumaherbergið og setjast niður við saumavélina Happy  og gleyma sér dágóða stund. Ég er enn að bíða eftir dönsku bókinni sem við áttum að nota í áfanganum, komnir tíu dagar síðan hún var pöntuð, en sú enska er komin í hús, það virðist samt ganga námið þótt þessar bækur séu ekki notaðar. Woundering ? ? Hvernig er það hjá ykkur ? Allar búnar að fá bækurnar ? trúlega best að hætta þessu rausi og lesa kannski eitthvert námsefniWhistling  kv,Kolbrún Pé.

Gaman, gaman.

Jæja þá er nú fjörið byrjað aftur, að vísu vorum ég og tölvan mín ekki sammála í síðustu viku en nú er allt komið í lag. Mér líst alveg þokkalega á verkefni annarinnar, að vísu er ég í vandræðum með að finna enska og danska lesefnið, hvernig gengur hjá ykkur ?............... En það er svo gott veður hérna í dag, þvotturinn komin út á snúru Smile  brakandi þurrkur, búin að blóta þorra Joyful ,  svo nú er það námið framundan. kv, Kolbrún Pé.

Jæja þá.

Þar fór síðasti jólasveinninn minn ofan í kassa og upp í skáp, svolítið seint á ferðinni hjá mér, greyiðKissing . Framundan er að setja upp  "gáfusvipinn" Errm  (hvar ætli hann sé ? he,he,) og hugsa um væntanlegt komandi nám. Eitthvað er nú áhuginn lítill Whistling  eins og er, en svo hrekkur maður í gírinn og allt gengur vel hjá okkur öllum, vonandi. Kveðja til ykkar allra, Kolbrún Pé.

Áramótin

Halló allar saman. Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár Wizard  og gott skólaár Happy sem er framundan. Gangi ykkur allt í haginn, kv Kolbrún Pé Smile .

Próflestur og pest.

Alveg er þetta típist með mig, ætlaði að vera dugleg að lesa alla helgina en tókst að ná mér í einhverja bansetta kvefpest Sick  með  höfuðverk og nefrennski, einstaklega góð tímasetning hjá mér. En þráast samt við og les sálfr, með takmörkuðum skilningi Errm . Henti lollinu til hliðar og geymi það til betri tíma þ.e. eftir próf á mánud. Eins gott að karlinn minn er út á sjó því það væri ekkert hugsað um hann þessa dagana. Gangi okkur öllum vel, kv, Kolbrún Pé.

Jæja, nú skal lesa !

Sælar allar saman, nú er víst ekkert sem heitir, nú skal lesið fyrir próf Wink . Undarlegt nokkuð þá er áhuginn ekkert sérstakur, mig langar að gera svo margt annað, t.d. taka til fyrir jólin he, he, GetLost skrítin þessi löngun í að fara að taka til, ég hef nú ekki svo gaman af því. Ég held að flest sé skárra en próflestur, en allt tekur þetta nú enda og við tökum þetta allt með stæl. Cool Yes ! Vel á minnst áttum við að skila einhverju verkefni um hreyfingu/heilsueflingu aldraða ? Er ég að rugla eitthvað,W00t? kæmi mér ekki á óvart, þó eitthvað væri farið að skolast til í kollinum á mér.kveðja, Kolla Pé.


Nám, meira nám !

´Mér finnst eins og ég sé að kafna Sick  í verkefnum, ritgerðum, prófun, lestri o.sv.fr. ! !Pinch   og skil svo ekkert ! !Frown   Kannast einhver við þessi einkenni ? W00t  (við erum nú góðar, já, já, gott að tal við sjálfa sig) kv, Kolbrún Pé.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband