Próflestur og pest.

Alveg er þetta típist með mig, ætlaði að vera dugleg að lesa alla helgina en tókst að ná mér í einhverja bansetta kvefpest Sick  með  höfuðverk og nefrennski, einstaklega góð tímasetning hjá mér. En þráast samt við og les sálfr, með takmörkuðum skilningi Errm . Henti lollinu til hliðar og geymi það til betri tíma þ.e. eftir próf á mánud. Eins gott að karlinn minn er út á sjó því það væri ekkert hugsað um hann þessa dagana. Gangi okkur öllum vel, kv, Kolbrún Pé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Já alltaf skal þetta koma á versta tíma.... góðan bata og gangi þér vel á morgun....kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Ææ.... ekki er það gott, fáðu þér engiferrót hún læknar allt, góðan slurk út í soðið vatn þá rennur hvefið út! Gangi þér vel að lesa, og í prófinu á morgun....kveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Já svona er þetta stundum þegar við viljum alls ekki verða lasin og höfum engan tíma í það þá samt sem áður skeður það frekar óþolandi:) Vona að þér hafi gengið vel í Sálinu, mér gekk frekar illa en eins og svo oft áður þá spyr maður að leikslokum. Gangi þér vel með lolið og vonandi er þér bötnuð kvefpestin, hefur kannski sent hana á Akureyri þar sem maður hefur verið hnerrandi hér í allan morgun:) Bestu kveðjur Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 5.12.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband