Launahækkun

Halló allar, ef einhver af skólasystrum mínum lesa þetta, þá langar mig að vita hvernig ykkur gekk að fá þá launahækkun sem okkur bar að loknu námi. Hjá mér gekk það eins og í sögu, sendi bara ljósafrit af námsskírteininu og ósk um launahækkun og bara ekkert mál. Svo nú er ég dálítið montin með mig. Vonandi hefur þetta gengið vel hjá ykkur öllum.

Annars er allt gott að frétta hér af bæ, örlítið skrýtið að vera ekkert að hugsa um námsbækur núna, en samt farið að velta fyrir sér hvað skuli gera á komandi hausti. Ekki alveg í lagi með mann ! Svo núna dunda ég við að prjóna, sauma bútasaum eða sauma föt á baby born dúkkur. Fyrir ykkur sem hafið gaman af prjónaskap þá er ein góð síða sem heitir www.garnstudio.com það er ekkert vandamál að missa sig þar. 

Bestu kveðjur til ykkar, kolbrún Pé.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

Já til hamingju með hækkunina, og gaman að heyra að það gengur vel hjá þér, ég er einmitt búin að reyna að vera myndaleg og prjóna lopavesti, þetta er skemmtileg síða og margt að skoða, kveðja Kristjana.

Kristjana Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband