það er komið sumarfrí !

Halló, allar saman.  Þá er loksins komin almennileg Smile  hlýindi hér í minni sveit.  Í dag fór hitinn upp í 22° í sólarlausu Cool  veðri og logni, alveg yndislegt.  Nú er ég búin í verknáminu og er afskaplega ánægð með það, og komin í langþráð sumarfrí Joyful  . Best væri að geta verið úti á lóð allan daginn og reytt arfa úr blómabeðum, og snyrta í kringum sig það er nú ekki leiðinlegt í svona góðu veðri. Hafið þið það sem allra best, kveðja Kolbrún Pé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Til lukku með að vera búin með verknámið, það er nú svolítið stór áfangi finnst mér:) Kláraði mitt 13 júlí en fer ekki í sumarfrí fyrr en um miðjan ágúst. Blíðan er búin að vera slík að maður getur ekki annað en verið sáttur með allt. Fallegt veður og maður er að snúllast úti alla daga. Haltu áfram að njóta þín í sumarfríi...Kv Erna H

Móðir, kona, sporðdreki:), 27.7.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

já það hlýtur að vera gott að vera búinn með verknámið,         ég klára ekki fyrr en 23. ágúst, það er alltaf léttir að ljúka verkefnum, frábært hjá þér að geta notið góða veðursins,                       kveðja Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 1.8.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband