Letikast (eitthvað nýtt ? )

Góðan daginn allar saman. ákvað að læra ekkert í dag, var að vinna í gærkveldi og aftur á vakt í kvöld og næsta kvöld, svo það verður bara afslöppun í dag.Whistling Tíminn flýgur frá manni og lítið festist í kollinum, spurning um gráa svæðið í heilanum Devil, léleg virkni ! ! Á ég að kynna fyrir ykkur þannig einkenni, eða kannast einhver við þau ? Voðalegt svartsýnisraus er þetta hjá mér. ja svei !

Það er gott veður hjá mér í dag, Cool sól og blíða, og "litlu kanínubörnin (lóin á parketinu) sjást hlaupa út um allt hús" (reyndar löngu orðin stálpuð hjá mér, he, he).

 Litla barnið mitt strákurinn, að verða 32 ára á mánudaginn (hvenær var ég eiginlega að þessu ? Errm ?) og það eldra dóttirin, loksins að skila sér heim en hún er búin að vera að vinna úti í Afganistan í 14 mán. Hætt í bili, búin að fá smá útrás við tölvuna, annað en að læra, kv, kolbrún Pé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Já það er spurning með þetta gráa svæði, það er stundum sofandi svei mér þá og já ég kannast við öll þessi einkenni ... en sem betur fer birtir upp á milli þannig að maður hefur þetta allt af....  það hlýtur að hafa verið lærdómsríkt fyrir dóttir þína að vera í Afganistan...manni finnst allt eitthvað svo ömurlegt þar sérstaklega hvað varðar konur..já og til hamingju með litla strákinn það er það sem ég segi tíminn flýgur...gangi þér vel að lesa kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 20.4.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband