Andans leti.

Halló allar saman Smile , vonandi eruð þið aðeins viljugri í náminu heldur en ég Whistling  . Ég er svo andlaus að mér líst ekkert á þær áleitnu hugsanir hjá mér, að það sé komin tími til að taka vel til í húsinu Pinch , svo ekki sé nú minnst á þrána eftir því að fara inn í saumaherbergið og setjast niður við saumavélina Happy  og gleyma sér dágóða stund. Ég er enn að bíða eftir dönsku bókinni sem við áttum að nota í áfanganum, komnir tíu dagar síðan hún var pöntuð, en sú enska er komin í hús, það virðist samt ganga námið þótt þessar bækur séu ekki notaðar. Woundering ? ? Hvernig er það hjá ykkur ? Allar búnar að fá bækurnar ? trúlega best að hætta þessu rausi og lesa kannski eitthvert námsefniWhistling  kv,Kolbrún Pé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

Já ég skil þetta vel, það er stundum erfitt að einbeita sér að því að fara að læra, það er svo skrítið að þá langar mann til að gera allt mögulegt annað, ég er líka búin að pannta þessar bækur en þær eru ekki komnar enn þá, kveðja Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 19.2.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Sæl og blessuð.  Ég fékk bréf í morgun frá tollayfirvöldum um að ég þyrfti að gera grein fyrir þessum pakka mínum , sem inniheldur þær dönsku. Maðurinn minn er staddur í borginni svo hann getur hitt tollarana að máli en mér hefur þótt þetta taka ansi langan tíma gott ef bækurnar verða komnar í hús fyrir páska. Gangi þér vel við lesturinn kærar kveðjur Ragnheiður

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 19.2.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ hæ.... já ég er búin að fá allar bækur í hús... ég get ekki sagt að ég sé sveitt að lesa þær en það hlýtur að koma... já það er ótrúlegt hvað manni langar mikið að taka til þessa dagana.. en þetta hefst allt saman.... gangi þér vel ...kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 20.2.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband