Færsluflokkur: Bloggar
29.1.2009 | 21:51
Launahækkun
Halló allar, ef einhver af skólasystrum mínum lesa þetta, þá langar mig að vita hvernig ykkur gekk að fá þá launahækkun sem okkur bar að loknu námi. Hjá mér gekk það eins og í sögu, sendi bara ljósafrit af námsskírteininu og ósk um launahækkun og bara ekkert mál. Svo nú er ég dálítið montin með mig. Vonandi hefur þetta gengið vel hjá ykkur öllum.
Annars er allt gott að frétta hér af bæ, örlítið skrýtið að vera ekkert að hugsa um námsbækur núna, en samt farið að velta fyrir sér hvað skuli gera á komandi hausti. Ekki alveg í lagi með mann ! Svo núna dunda ég við að prjóna, sauma bútasaum eða sauma föt á baby born dúkkur. Fyrir ykkur sem hafið gaman af prjónaskap þá er ein góð síða sem heitir www.garnstudio.com það er ekkert vandamál að missa sig þar.
Bestu kveðjur til ykkar, kolbrún Pé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 18:19
Fríið fljótt að líða, hvert fór það ?
Sælar allar saman. Merkilegt hvað öll frí eru fljót að líða , ég þarf að fara að vinna 24 ágúst að ég held. Passa mig á að skoða ekki vaktarskýrslu ! ! Annars allt gott að frétta héðan, rjúpurnar farnar að gera sig heimkomnar í garðinum hjá mér. Einn morguninn þegar ég opnaði útidyrnar þá stóðu þar átta stykki og mændu upp á mig, það mætti halda að þær héldu að matar væri að vænta . Síðar um daginn voru þær orðnar fjórtán. Jóla, hvað ! ! . Að vísu borða ég yfirleitt ekki rjúpur. Það er að byrja koma smá skólafiðringur í mann, en skrítið verður þegar þetta námsbröltið verður búið. Hvað skyldi þá taka við, spennandi . Jæja hætt þessu rausi í bili, eigið þið bara góða daga. kv, Kolbrún Pé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 23:08
það er komið sumarfrí !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2008 | 19:52
Mikill fjölbreytileiki !
það er ekki von þó að íslendingar geti alltaf talað um veðrið. Í gærkveldi kom ég heim frá Egilst. og fór Hellisheiðina sem er að vísu ansi há, mig minnir meira en 600 m. yfir sjávarmáli. Það var frost uppi og snjóföl á vegi ! Í dag hefur slyddað á láglendi hjá mér, hvítt af snjó niður í miðjar hlíðar og Hellisheiðin orðin ófær ! Ég fer nú bara að athuga þetta með dagartalið, ég hélt að það væri komið sumar ! ótrúlegt, ég segi ekki annað. Annars er veðrið búið að leika við okkur austfirðinga það sem komið er af þessu sumri, þar til nú.
Nú er ég hálfnuð með verknámið mitt og allt gengur vel, nóg að gera hjá HSA á Egilst. Búin að vera í heimahjúkrun eina viku og þvælast um allar sveitir héraðsins. Ég vinn tíu vaktir í lotu (ein vakt á hverjum degi) og á svo gott helgarfrí þess á milli. Þetta er að vísu dálítið strembið en allt tekur þetta enda og þá verður maður afskaplega feginn. Hafið þið það sem allra best, kveðja, Kolbrún Pé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 22:22
Búin með 1/4
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 20:41
Það sem manni dettur ekki í hug !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2008 | 16:04
Gaman, gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2008 | 11:23
Orkusöfnun.
Jæja, þá er að safna orku í næstu próflotu, ég held að þetta próf verði léttara. Eins gott, maður er eins og undin tuska. Meira hvað maður tekur hlutina alvarlega, ég ætti að vera búin að læra á fjarnám og þann feril, tók sjúkraliðan í fjarnámi og ætti því ekki að láta framhaldið pirra mig svona. Ég held að við gerum alltof miklar kröfur til okkar, okkur vantar eitthvað af kæruleysi unga fólksins.
Hvað með það, í gær brugðum við okkur einar fjórtán starfsstúlkur af hjúkrunardeildinni hérna heima í rútuferð til Fáskrúðsfjarðar, þangað var búið að bjóða okkur að skoða elliheimilið þar. Að sjálfsögðu beið okkar gott kaffi með öllu tilheyrandi að aflokinni skoðunarferð og upplýsinga um aðstæður aldraða á Fáskrúðsf. Alltaf gaman að sjá aðstöðu aldraða annars staðar. Ferðin endaði með kvöldverð á gistiheimilinu Egilsstöðum, þangað mæli ég með að fólk fari ef það vill eiga notalega kvöldstund og fá gott að borða í leiðinni.kv, kolbrún Pé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 20:02
Þarf að fara og gróðursetja tré ! !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 11:03
Letikast (eitthvað nýtt ? )
Góðan daginn allar saman. ákvað að læra ekkert í dag, var að vinna í gærkveldi og aftur á vakt í kvöld og næsta kvöld, svo það verður bara afslöppun í dag. Tíminn flýgur frá manni og lítið festist í kollinum, spurning um gráa svæðið í heilanum , léleg virkni ! ! Á ég að kynna fyrir ykkur þannig einkenni, eða kannast einhver við þau ? Voðalegt svartsýnisraus er þetta hjá mér. ja svei !
Það er gott veður hjá mér í dag, sól og blíða, og "litlu kanínubörnin (lóin á parketinu) sjást hlaupa út um allt hús" (reyndar löngu orðin stálpuð hjá mér, he, he).
Litla barnið mitt strákurinn, að verða 32 ára á mánudaginn (hvenær var ég eiginlega að þessu ? ?) og það eldra dóttirin, loksins að skila sér heim en hún er búin að vera að vinna úti í Afganistan í 14 mán. Hætt í bili, búin að fá smá útrás við tölvuna, annað en að læra, kv, kolbrún Pé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)