6.6.2008 | 22:22
Búin með 1/4
Halló, þá er ég komin heim í sólina og í afslöppun
. Búin að skila af mér tíu vöktum á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, og það verður að segjast að það var nóg að gera, tuttugu og sex manna deild og mikil veikindi
á þeim sem þar dvöldu. Næsta lota hjá mér verður á heilsugæslunni/heimahjúkrun á Eg.st. Hlakka til.
Margt að því sem talið er upp í gátlistanum frá skólanum eru að vísu nákvæmlega það sama og maður hefur gert í gegnum tíðina hérna heima, því starfsfólk á svona litlum og fámennum vinnustað eins og hérna á Vopna vinnur mun sjálfstæðara en á stóru sjúkrahúsunum og vinnur oft verk sem hjúkkurnar
eiga að gera. En eftir þetta námsbrölt verður maður víst lögleg gagnvart ýmsum verkum sem maður vinnur og ekki spillir fyrir ef launin hækka eitthvað að ráði
. Jæja stelpur mínar, hafið þið það sem allra best, kveðja, Kolbrún Pé.
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað þetta gengur vel, ég hlakka til að byrja í lok mánaðarins, það er farið að stittast í það verst hvað sumarfríið flýgur áfram, kveðja Sjana.
Kristjana (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.