27.2.2008 | 23:04
Þá er komið að því.
Jæja þið sem eruð búnar að fara suður í skóla
. Hvernig er það, er eitthvað sem þarf að hafa með sér, námsgögn eða einhverja pappíra spyr sú sem ekki veit
. Ég vona bara að það verði betra veður þegar við gömlu hjónin förum suður, heldur en veðrið eins og það sem var í dag, snjóhríð og meiri snjóhríð, moka tröppur og moka tröppur, ja svei
! kveðja, Kolbrún Pétursdóttir
Athugasemdir
Hæ Kolbrún...
Í rauninni þarft þú ekkert með þér við fáum glósur sem hægt er að skrifa við en ef við viljum bæta einhverju við þá er gott að hafa auka blöð til að skrifa á, en ég tók glósurnar úr HJÚ með mér en notaði þær svo sem ekkert..en það er gott að hafa áherslupenna með sér... ég klikkaði á því fyrst daginn...gangi þér vel í bæinn og góða skemmtun í skólanum kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 28.2.2008 kl. 09:28
Sammála Önnu með áherslupennann, hann var algert möst:) En góða skemmtun í lotunni, þetta er svo gaman. Kv Erna H
Móðir, kona, sporðdreki:), 28.2.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.