21.10.2007 | 22:18
Farin í fríið.
Halló allar, þá er ég að stinga af í frí (ekki að heyra að frúin sé stressuð eða hafi mikið að gera og skilji ekkert í vefverkefninu ), fríið samanstendur að tannlæknaferð til Reykjavíkur, ja svei, og gott helgarfrí erlendis í sólina ! ! Ég verð að segja að stundum horfi ég á dagatalið og hugsa: Kolbrún mín er ekki í lagi með þig hvað ertu að hugsa ! ! ég er ekki alveg búin að púsla saman hjá mér vinnunni, náminu og flakkinu. Síðastliðin hálfur mán. fór í heldur dapurlega reynslu, að sitja yfir tengdaföður mínum sem lá banaleguna og síðan jarðarför með því umstangi sem henni fylgir og svo að tæma og hreingera íbúðina sem hann dvaldi í. Svo ég segi bara, mikið erum við heppnar konurnar að geta gert marga hluti í einu . Búin að rausa nóg í bili, gangi okkur öllum vel námið.
kv, Kolbrún Pé.
Athugasemdir
Já það er gott að hvíla og taka smá frí... um leið og ég votta þér samúðar vegna fráfalls tengdaföður þíns.. vona ég að þú fáir gott frí og ekki mjög slæma tannlæknaferð...kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:06
já þér veitir ekki af smá fríi, ég votta þér samúð mína vegna fráfalls tengdaföðurins, þetta virðast vera ofur konur upp til hópa sem maður sér hér í bloggvinunum, kveðja Sjana
Kristjana Jónsdóttir, 22.10.2007 kl. 16:42
Gott hjá þér að fara í smá frí, votta þér samúð mín vegna fráfalls tengdaföður þíns. Sammála því að um ofur konur sé hér að ræða hjá okkar bloggvinum gangi þér vel hjá tansa, og vonandi færð þú sól og blíðu í fríinu kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:49
Votta þér samúð vegna fráfalls tengdapabba, átt nú sýnist mér bara skilið að fara í gott frí og slaka á, greinilega búið að vera erfiður tími hjá þér þannig að bara njóttu og tæmdu hugann og slakaðu á. Góða ferð og hafðu það sem best. Kv Erna H
Móðir, kona, sporðdreki:), 24.10.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.