19.9.2007 | 19:28
Fyrsta bloggfærslan í vetur.
Ýmislegt tekur maður sér fyrir hendur, en að fara að blogga ! hélt að það yrði það síðasta sem ég myndi gera. En allt breytist. Nágrannakonan mín er að tapa sér í því að kenna mér og ekkert gengur.
- Það sem pirrar mig mest er............að vera svona tölvuheft ! !
- Það væri sniðugt ef til væri.............tímaframlenging á sólarhringinn.
- Af hverju er ekki boðið upp á.........sáluhjálp fyrir stressaða nemendur.
Þetta er það fyrsta sem mér datt í hug varðandi þetta verkefni. Vonandi gengur ykkur hinum vel að vinna þetta verkefni.
Sjáumst, heyrumst.
kv,Kolbrún Pé.
Athugasemdir
Sæl Kolbrún!
Ekki er nú hægt að sjá að þú sért eitthvað tölvuheft þetta er flott síða hjá þér
kveðja frá Auði sem er líka að berjast við tölvuna
Margrét Auður Óskarsdóttir, 19.9.2007 kl. 19:51
Haha sammála þessu með sáluhjálpina mér veitti ekki af slíku:) En mér sýnist þér ganga vel, allavega er síðan þín mjög flott:) Kv Erna H
Móðir, kona, sporðdreki:), 19.9.2007 kl. 22:03
mér sýnist þetta ganga mjög vel hjá þér og eftir veturinn verður þetta alveg hætt að vefjast nokkuð fyrir þér ;)
Svava Hrund Friðriksdóttir, 20.9.2007 kl. 21:20
Síðan þín er flott.... þetta verður leikur einn í vetur .... það versta er að það vantar nokkra tíma í sólahringinn... eins og þú minntist á í færslunni þinni.... kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.